velkomin í Jarðböðin við Mývatn

25% AFSLÁTTUR Í TILEFNI VETRARHÁTÍÐAR VIÐ MÝVATN

Vetrarhátíð við Mývatn er einstakur viðburður á landsvísu þar sem fjölbreyttar hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar úti í náttúrunni. Við hvetjum alla gesti til að heimsækja Mývatnssveit og nágrenni og njóta þess sem náttúran hefur upp á að bjóða dagana 5.-14. mars 2021! Sjá nánar inni á www.vetrarhatid.com
 

Jarðböðin bjóða 25% afslátt af almennu aðgangsverði meðan á hátíðinni stendur. Verið velkomin!

prices-hour-bg

NÝJUNG VIÐ JARÐBÖÐIN - GÖNGUSKÍÐASPOR

Við bætum enn í þjónustu hjá okkur og bjóðum nú upp á gönguskíðaspor frá bílastæðinu. Hægt er að fara 1,2 eða 2 km hring norðan við bílastæðið eða fara vestur af bílastæðinu og tengjast spori við Grjótagjá. Það spor liggur niður í Voga og Reykjahlíð. Upplagt er að skella sér á skíði og ljúka útiverunni á lónsferð, láta líða úr sér í dásamlegu umhverfi.

Verið velkomin í Jarðböðin við Mývatn!

Jarðböðin við Mývatn eru staðsett í Mývatnssveit

89 km frá Akureyri

164 km frá Egilsstöðum

473 km frá Reykjavík

Hin mörgu andlit Mývatnssveitar

Mývatnssveit er staðsett í hjarta Norðausturlands. Staðsetning sveitarinnar er fullkomin fyrir ferðalög um landshlutann. Ásbyrgi, Húsavík, Dettifoss, Aldeyjarfoss, Herðubreið og Askja eru dæmi um náttúruperlur sem auðvelt er að nálgast frá Mývatnssveit.

Með einstakri náttúru, fuglalífi á heimsvísu og úrvali afþreyingarmöguleika er augljóst að telja má Mývatnssveit til krúnudjásna Evrópu. 

Play Video