Gott er að renna yfir þetta myndband áður en lengra er haldið, það gæti svarað spurningunum þínum
Þarf ég að bóka miða?
- Já, við biðjum ykkur vinsamlegast um að bóka miða á netinu til að þið getið verið fullviss um það að pláss sé laust. Örvæntið þó ekki ef það gleymist – við reynum að koma öllum að
Við erum hópur fólks, þurfum við að bóka?
- Já, við biðjum ykkur vinsamlegast um að bóka miða á netinu til að þið getið verið fullviss um það að pláss sé laust fyrir hópinn ykkar.
Hvert er hitastigið á vatninu?
- Vatnið er yfirleitt milli 36-40°C. Heiti potturinn okkar er í kringum 42°C.
Ég á bókað kl. 14:00, get ég mætt klukkan 13:00?
- Ef þú bókar kl. 14:00 þá geturðu mætt milli 14:00 og 14:30.
Þarf ég að fara í sturtu áður en ég fer ofan í lónið?
- Já, það þurfa allir að fara í sturtu og þvo sér með sápu áður en farið er ofan í. Sturturnar eru í búningsklefunum og þar er einnig líkamssápa, sjampó og hárnæring.
Hversu lengi má ég vera ofan í lóninu?
- Það eru engin tímatakmörk en gott er að gera ráð fyrir 90 mínútum í það heila.
Hvenær á ég að vera farinn úr lóninu?
- Allir gestir eiga að hafa yfirgefið húsið þegar auglýstum opnunartíma lýkur.
Má ég koma með eigið áfengi í lónið?
- Nei, þú mátt ekki koma með eigið áfengi. Hægt er að kaupa bjór- eða vínarmband í afgreiðslunni og fengið afgreiðslu frá starfsmanni á útivakt.
Hvernig virkar bjór- og vínarmbandið?
- Þú ákveður hversu marga drykki þú vilt (hámark þrír bjórar/tvö vínglös), kaupir armband í afgreiðslunni og starfsmaður á útivakt afgreiðir áfengið.
Þarf ég að koma með handklæði?
- Þú getur komið með þitt eigið handklæði en þú getur líka leigt handklæði í afgreiðslunni. Við mælum með að þú geymir handklæðið í handklæðarekkanum við sturtuklefann.
Hversu djúpt er lónið?
- Lónið er mest 1,3 meter á dýpt.
Eru skápar innifaldir?
- Já, þeir eru það. Þú færð skápamynt þegar þú borgar aðganginn.
Eru einkasturtur?
- Já, við erum með 2-3 einkasturtur í hverjum klefa.