Um okkur

Jarðböðin við Mývatn opnuðu þann 30. júní 2004 og eru staðsett við Jarðbaðshóla, um 4 km frá Reykjahlíð. Þar hafa verið stunduð heit jarðböð til heilsubótar allt frá landnámsöld og snemma á 13. öld vígði Guðmundur góði biskup gufuholu við Jarðbaðshóla sem notuð var til gufubaða, þá kölluð þurraböð.

Með Jarðböðunum er ætlunin að viðhalda aldagamalli hefð fyrir böðum í Mývatnssveit, auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferðamenn, styrkja atvinnulíf á svæðinu og opna nýja möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu.

Jarðböðin eru fyrir alla sem vilja njóta þess að vera í beinni snertingu við náttúruna, slaka á og endurnæra líkama og sál. Boðið er upp á náttúruleg gufuböð, baðlón með heitu hveravatni og heitan pott. Öll aðstaða fyrir gesti er til fyrirmyndar; búningsklefar með læstum skápum og góðar sturtur. Hægt er að leigja sundfatnað, handklæði og baðsloppa.

Images
Images
Images
Images
Images
Images

Umhverfisstefna Jarðbaðanna

Okkur er mikið í mun að starfa í sátt við umhverfi okkar og samfélag. Við leggjum ríka áherslu á að bera virðingu fyrir svæðinu og því umhverfi sem við störfum í.

Þetta eru okkar markmið:

Starfa í sátt við umhverfið

  • Við flokkum sorp til endurvinnslu og drögum úr úrgangi sem fer til urðunar.
  • Við bjóðum gestum okkar að flokka úrgang með aðgengilegum flokkunartunnum.
  • Við verslum við prentsmiðjur sem eru með viðurkennda umhverfisvottun. Allt sem við látum prenta fyrir okkur er prentað á umhverfisvottaðan og/eða endurnýtanlegan pappír.
  • Við notum prentpappír með viðurkennda umhverfisvottun.
  • Við notum eins lítið af einnota plasti eins mögulegt er. Við notum t.d. fjölnota drykkjarglös fyrir alla drykki.
  • Við notum umhverfisvænar matarumbúðir.
  • Við notum vatnssparandi sturtur.
  • Við pössum upp á að fráveitumál séu í lagi.
  • Við skilum því jarðhitavatni sem við notum í lónið aftur ofan í jörðina.

Vera leiðandi í raforkumálum

  • Við erum með Græna ljósið frá Orkusölunni sem vottar að við notum 100% endurnýjanlega raforku
  • Við notum hreyfinema fyrir lýsingu þar sem þess er kostur
  • Við bjóðum upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla

 

Styrkja og starfa í sátt við samfélagið

  • Við tökum þátt í að styðja við verkefni og samtök í heimabyggð, t.d. skóla, íþróttafélög og önnur samtök
  • Við gefum notaðan búnað, t.d. til skóla, góðgerðamála og annarra samfélagsverkefna
  • Við kaupum vörur úr heimabyggð eins og kostur er.

 

Við erum með vottun Vakans sem er gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar. Við höfum því tileinkað okkur siðareglur Vakans sem má sjá lesa með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Hin mörgu andlit Mývatnssveitar

Mývatnssveit er staðsett í hjarta Norðausturlands. Staðsetning sveitarinnar er fullkomin fyrir ferðalög um landshlutann. Ásbyrgi, Húsavík, Dettifoss, Aldeyjarfoss, Herðubreið, Goðafoss og Askja eru dæmi um náttúruperlur sem auðvelt er að nálgast frá Mývatnssveit.

Með einstakri náttúru, fuglalífi á heimsvísu og úrvali afþreyingarmöguleika er augljóst að telja má Mývatnssveit til krúnudjásna Evrópu. 

Aðalskrifstofa

Jarðböðin við Mývatn

Jarðbaðshólum, 660 Mývatn

+354 464 4411

info@jardbodin.is

Eltu okkur

@2025 myvatn all rights reserved