Jarðböð fyrir alla

Jarðböðin eru fyrir alla sem vilja njóta þess að vera í beinni snertingu við náttúruna, slaka á og endurnæra líkama og sál. Boðið er upp á náttúruleg gufuböð, baðlón með heitu hveravatni og heitan pott. Öll aðstaða fyrir gesti er til fyrirmyndar, búningsklefar með læstum skápum, útiklefar og góðar sturtur. Hægt er að leigja sundfatnað, handklæði og baðsloppa.

Lónið

Baðvatnið í lóninu rennur beint úr borholu Landsvirkjunar í Bjarnarflagi. Vatnið rennur um leiðslu í stórt forðabúr og frá því deilist það niður í fimm lagnir sem sjá um að blanda heita vatninu í lónið.

36 – 40°C

Hitastig

Lónið sjálft er manngert, botninn er þakinn sandi og fíngerðri möl. Vatnið er einstakt á marga vegu en helstu einkenni vatnsins er hversu steinefnaríkt og basískt það er, sem gerir það frábært til böðunar. Efnasamsetning vatnsins gerir það að verkum að bakteríur og gróður þrífast ekki og notkun klórs eða annarra sótthreinsiefna er óþörf.

Jarðhitavatn á Íslandi inniheldur yfirleitt eitthvert magn af brennisteini. Vatnið í Jarðböðunum inniheldur hærra magn brennisteins en almennt þekkist. Þar af leiðandi er mælt með því að fjarlægja skartgripi úr kopar og silfri áður en farið er í bað því annars verða þeir svartir og geta eyðilagst. Þrátt fyrir þessi áhrif á skartgripi er brennisteinn talinn hafa jákvæð áhrif á astma og aðra öndunarfærasjúkdóma. Snefilefni í vatninu eru þá einnig talin hafa jákvæð áhrif á húðvandamál.

45°C

Hitastig

100%

Rakastig

Gufuböðin

Gufuböðin okkar tvö eru byggð ofan á sprungu, þannig að gufan úr sprungunni streymir óhindrað upp um göt í gólfinu. Þetta eru því náttúruleg gufuböð. Hitastigið er venjulega í kringum 50° og rakastigið allt að 100%.

Gott er að nota köldu sturtuna fyrir framan gufuböðin til að kæla sig niður.

Búningsklefar

Klefarnir okkar geta tekið við um 400 manns í einu. Bæði er hægt að fá læstan skáp eða nota snaga og þá geyma verðmæti í afgreiðslunni. Allir gestir þurfa að fara í sturtu og þvo sér vel áður en farið er í lónið.

Allar húð- og hárvörur sem við bjóðum upp á í Jarðböðunum eru frá Sóley Organics. Sóley er náttúrulegt húð- og hárvörufyrirtæki sem framleiðir allar sínar vörur á Íslandi úr handtíndum íslenskum jurtum.

Aðalskrifstofa

Jarðböðin við Mývatn

Jarðbaðshólum, 660 Mývatn

+354 464 4411

info@jardbodin.is

Eltu okkur

@2025 myvatn all rights reserved