16 Jan 2024

Sumarstarf í Jarðböðunum

Jarðböðin við Mývatn leita eftir góðu starfsfólki fyrir sumarið 2024. Störfin fela meðal annars í sér baðvörslu, afgreiðslu, hefðbundin kaffihúsastörf, þrif
og fleira. Um vaktavinnu er að ræða.
Færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og lipurð í starfi er nauðsyn og viðkomandi verður að hafa gott vald á íslensku og ensku. Reynsla af afgreiðslustörfum og þrifum er mikill kostur. Aldurstakmark 18 ár. Húsnæði er í boði. Umsóknir berist á netfangið ragnhildur@jardbodin.is

Jarðböðin leita einnig eftir yfirmanni í Kaffi Kviku. Helstu verkefni eru hefðbundin rekstrarstörf ásamt þróun á nýjum veitingastað sem opnar í nýju húsnæði Jarðbaðanna árið 2025. Um dagvinnu er að ræða. Viðkomandi verður að hafa gott vald á íslensku og ensku.
Færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og lipurð í starfi er nauðsyn og viðkomandi verður að hafa gott vald á íslensku og ensku.
Menntun sem nýtist í starfi er æskileg og reynsla af sambærilegu starfi er nauðsynleg. Starfsmaður þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Aldurstakmark er 18 ár. Húsnæði er í boði. Umsóknir berist á netfangið ragnhildur@jardbodin.is

Deila með

Aðrar fréttir

17 Dec 2024

Opnunartími yfir hátíðarnar 2024

Lestu meira

10 Jan 2025

Sumarstarf 2025 í Jarðböðunum

Lestu meira

03 Sep 2024

JóiPé og Króli í Jarðböðunum!

Lestu meira